Borga og sækja

Við afgreiðum pantanir strax og þær berast og almennt eru pantanir tilbúnar um 15 mínútum seinna. Ef pantað er eftir lokun munum við afgreiða pöntunina strax næsta dag.

Ef þú vilt að við höfum pöntina tilbúna á ákveðnum tíma getur þú skilið eftir skilaboð með pöntun á körfusvæði áður en klárað er að borga.

Við getum líka komið með ísinn þinn útí bíl til þín - settu bara bílnúmer og hvenær við eigum von á þér í skilaboða reitinn í körfunni.

Ef þú ert að versla fyrir annan en sjálfan þig skaltu setja nafn þess sem mun sækja í tengiliðaupplýsingar/nafn viðtakanda í útskráningarferli en þitt nafn í nafn greiðanda. T.d ef að foreldri vill kaupa ís fyrir barnið sitt og borga færi nafn barnsins sem sækir í nafn viðtakanda en nafn foreldris í nafn greiðanda.