HANDGERÐUR ÍS
ÚR LÍFRÆNNI MJÓLK

ÍSKÚLUR

Ferskur, handgerður ís úr lífrænni mjólk og sérvöldu hráefni. Frábært úrval af vegan ís.

REFUR

Veldu þér uppáhalds bragðtegundirnar og toppings í þinn ref. Þú átt það skilið.

SOFTÍS

Softísinn okkar er dásamlega mjúkur og góður, og auðvitað úr lífrænni mjólk eins og allar okkar vörur.

ÍSLOKA

Nýbakaðar ilmandi smákökur og þín uppáhalds kúla á milli.Þennan rétt verður þú að prófa.

ÍSTERTA

Yndislegar ístertur, handgerðar á staðnum. Tilvalið á veisluborðið eða sem eftirréttur, 3 tegundir í boði.
HÁGÆÐA HRÁEFNI FRÁ ÖLLUM HEIMSHORNUM
OG ENGIN AUKAEFNI

Hugmyndin að Skúbb er að gera ís sem er gerður frá grunni með bestu vörum sem völ er á og velja alltaf lífrænt ef hægt er. Við notum lífræna mjólk frá Bíó Bú og allar aðrar vörur sem eru á boðstólnum hjá okkur eru gerðar á staðnum með sömu hugmyndafræði.
