Um Skúbb
Handgerður ís úr lífrænni mjólk
Hugmyndin að Skúbb er að gera ís sem er gerður frá grunni með bestu vörum sem völ er á og velja alltaf lífrænt ef hægt er. Allur ísinn okkar er handgerður úr hágæða hráefnum frá öllum heimshornum og án allra aukaefna. Við notum lífræna mjólk frá Bíó Bú og allar aðrar vörur sem eru á boðstólnum hjá okkur eru gerðar á staðnum með sömu hugmyndafræði.